*

fimmtudagur, 17. janúar 2019
Innlent 13. nóvember 2015 12:35

Expectus semur við Tableau

Skrifuðu undir samstarfssamning um að Expectus gerist þjónustu- og endursöluaðili fyrir Tableau.

Ritstjórn
Aðsend mynd

Ráðgjafafyrirtækið Expectus og bandaríska hugbúnaðarfyrirtækið Tableau Software hafa skrifað undir samstarfssamning þess efnis að Expectus gerist þjónustu- og endursöluaðili fyrir Tableau viðskiptagreindarhugbúnaðinn á Íslandi.

Viðskiptagreindarhugbúnaður Tableau gerir fólki og fyrirtækjum kleift að útbúa greiningar og mælaborð á myndrænan og hátt.

Í tilkynningu er haft eftir Kristni Má Magnússyni, ráðgjafa hjá Expectus, að með hugbúnaðinum geti notendur greint upplýsingar myndrænt á öflugri hátt en áður.

„Við erum að efla þjónustuframboð okkar með því að bjóða upp á þessa lausn og teljum að hún muni nýtast við­ skiptavinum okkar afar vel.“  

Stikkorð: Expectus Tableau