Velta innlenda happdrættis- og spilamarkaðarins árið 2015 nam 17,9 milljörðum króna, hjá þeim fyrirtækjum sem starfa með leyfi yfirvalda. Þetta kemur fram í frétta á vef Innanríkisráðuneytisins .

Að meðaltali spilar hver Íslendingur fyrir 54.182 krónur í getraunum, lottó, bingó eða spilakössum hjá innlendum aðilum. „Séu dregnir frá vinningar sem hver íbúi hefur fengið, þá hefur hver íbúi eytt 21.007 kr. að meðaltali á innlenda spilamarkaðnum, kemur einnig fram í fréttinni.

„Af þessum fjárhæðum er greitt í vinninga og þá standa eftir svokallaðar brúttóspilatekjur (BST) 6,9 milljarðar króna. Þetta er alþjóðleg skilgreining, Gross Gaming Revenue; GGR,“ segir meðal annars í fréttinu.