Ný könnun bendir til þess að Bretar á aldrinum 16-24 ára eyðir aðeins minni tíma í símanum en áður. Niðurstöðurnar þykja benda til þess að snjallsímavæðing samfélagsins hafi náð hámarki. Frá þessu er greint á fréttavef BBC , en rannsóknin var gerð af markaðsrannsóknarfyrirtækinu Kantar TNS.

Fólk í þessum aldurshópi ver að meðaltali 3,8 klukkustundum í símanum á dag en vörðu áður 3,9 klukkustundum við smáskjáinn. Annað sem þykir benda til þess að snjallsímanotkun hafi náð hámarki er sú að mestur vöxtur í snjallsímanotkun er meðal ellilífeyrisþega. Í fyrra vörðu ellilífeyrisþegar 54 mínútum í símanum en vörðu 36 mínútum við þá iðju áður. Að meðaltali ver fólk 2,4 klukkustundum í símanum, samkvæmt ofangreindri könnun.