Bretar eyða meiri tíma í að nota snjalltæki en þeir eyða í svefn. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu um samskiptavenjur þjóðarinnar. Meðal sjónvarpsáhorf er hins vegar komið undir fjóra klukkutíma á dag, í fyrsta sinn síðan 2009. Fjallað er um málið á vef Financial Times.

Samvæmt rannsókninni nota fullorðnir breskir einstaklingar snjalltæki og samskiptamiðla í átta klukkustundir og 41 mínútu að meðaltali á dag, sem er meira en meðal svefntími. Ef tekið er með í reikninginn að fólk notar stundum nokkur tæki í einu, t.a.m. að tala í simann á meðan vafrað er um internetið í spjaldtölvunni, þá er meðal notkun rúmlega 11 klukkutímar á dag. Mun þetta vera aukning um meira en tvo klukkutíma frá árinu 2010.

Ekki þarf að koma á óvart að ungt fólk, á aldrinum 16-24 ára, notar snjalltæki mest, eða í meira en 14 klukkutíma að meðaltali á dag. Í rannsókninni kemur fram að nánast 90% þess aldurshóps á sinn eigin snjallsíma, samanborið við 14% þeirra sem eru 65 ára og eldri.