*

laugardagur, 16. febrúar 2019
Fólk 14. febrúar 2018 13:37

Eyjólfur lætur af störfum hjá Allianz

Framkvæmdastjóri Allianz Ísland síðustu 10 árin, Eyjólfur Lárusson, hefur ákveðið að hætta.

Ritstjórn
Eyjólfur Lárusson, framkvæmdastjóri Allianz Ísland.
Haraldur Guðjónsson

Eyjólfur Lárusson, framkvæmdastjóri Allianz Ísland hf. tilkynnti stjórn, starfsfólki og Allianz í Þýskalandi nú skömmu fyrir áramót að hann myndi láta af starfi framkvæmdastjóra félagsins á komandi ári.

Eyjólfur hefur byggt upp og stýrt starfsemi félagsins síðastliðin 10 ár í samvinnu við Allianz í þýskalandi, starfsfólk og stjórn og hefur reksturinn og umsvifin margfaldast á þeim tíma. Eyjólfur mun láta af starfi núna á vormánuðum.