*

miðvikudagur, 24. apríl 2019
Innlent 25. september 2016 14:05

Eykon Energy tapar 1,8 milljón

Félagið hefur staðið fyrir rannsóknum á Drekasvæðinu en gert er ráð fyrir að fyrsta tilraunaholan verði boruð árið 2020

Ritstjórn
Haraldur Guðjónsson

Eykon Energy ehf., sem í samstarfi við kínverska orkufyrirtækið CNOOC og norska olíufélagið Petoro, hefur sérleyfi til olíuleitar á Drekasvæðinu, tapaði 1,8 milljónum króna árið 2015. Árið 2014 nam tapið 1,5 milljónum. Um síðustu áramót voru eignir félagsins metnar á ríflega 20 milljónir eða tæpri milljón meira en árið á undan.

Í lok síðasta árs var eigið fé neikvætt um 3,2 milljónir samanborið við 1,4 ári áður. Síðustu misseri hefur félagið í samstarfið við hin fyrirtækin staðið fyrir rannsóknum á Drekasvæðinu en gert er ráð fyrir að fyrsta tilraunaholan verði boruð árið 2020. Í viðtali við Viðskiptablaðið sumarið 2015 sagði Heiðar Guðjónsson stjórnarformaður að hver borhola kostaði 150 til 200 milljónir dollara eða á bilinu 17 til 23 milljarða króna. Norska félagið Eykon Energy AS á allt hlutafé í Eykon Energy ehf.                                   

25 ára afmælistilboð VB!

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir út árið 2019. Innifalið í tilboðinu er:

  • - Viðskiptablaðið sent heim
  • - Vefaðgangur að vb.is
  • - Frjáls verslun sent heim
  • - Fiskifréttir sent heim