*

mánudagur, 22. apríl 2019
Fólk 10. apríl 2019 16:37

Eymundur Freyr til Lífsverks

Eymundur Freyr Þórarinsson hefur verið ráðinn sjóðstjóri í eignastýringu Lífsverks lífeyrissjóðs.

Ritstjórn
Aðsend mynd

Eymundur Freyr Þórarinsson hefur verið ráðinn sjóðstjóri í eignastýringu Lífsverks lífeyrissjóðs, en þar starfar fyrir Hreggviður Ingason forstöðumaður. Greint er frá þessu í fréttatilkynningu.

Frá árinu 2015 var Eymundur sjóðstjóri hjá Brú lífeyrissjóði, en hefur starfað á fjármálamarkaði frá árinu 2005 m.a. áður hjá VBS fjárfestingabanka og SPRON.  Samhliða vinnu sinnti hann stundakennslu við Háskólann í Reykjavík árið 2005. 

Eymundur lauk meistaranámi í reikningsskilum og endurskoðun frá Háskóla Íslands árið 2012. Auk þess hefur Eymundur lokið prófi í verðbréfaviðskiptum.

Lífsverk lífeyrissjóður var stofnaður 1954 og í upphafi var hann einungis fyrir verkfræðinga en í dag geta allir orðið sjóðfélagar sem lokið hafa grunnnámi í háskóla. 

„Það eru spennandi verkefni framundan í eignastýringunni við að skoða fjárfestingakosti og fylgja eftir ábyrgri fjárfestingastefnu sjóðsins," segir Eymundur.  

25 ára afmælistilboð VB!

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir út árið 2019. Innifalið í tilboðinu er:

  • - Viðskiptablaðið sent heim
  • - Vefaðgangur að vb.is
  • - Frjáls verslun sent heim
  • - Fiskifréttir sent heim