*

mánudagur, 22. apríl 2019
Innlent 4. október 2017 12:53

Eyþór Arnalds í stjórn Moggans

Stærsti einstaki eigandi blaðsins sest í stjórn Árvakurs, útgáfufélags Morgunblaðsins.

Ritstjórn

Í liðinni viku tók Eyþór Arnalds fjárfestir sæti í stjórn Árvakurs, útgáfufélags Morgunblaðsins. Félag hans, Ramses II er stærsti einstaki hluthafi Þórsmerkur, eiganda Árvakurs, en það er með 22,87% hlut. Eins og Viðskiptablaðið hefur greint frá hefur bæði Eyþór og Kaupfélag Skagfirðinga verið að auka við hlut sinn í útgáfufélaginu.

Með innkomu Eyþórs í stjórnina hverfur Friðbjörn Orri Ketilsson úr stjórninni, en hann hefur setið í henni frá árinu 2015 að því er Fréttablaðið greinir frá. Í stjórninni sitja fyrir þau Sigurbjörn Magnússon stjórnarformaður, Ásdís Halla Bragadóttir, Bjarni Þórður Bjarnason og Katrín Pétursdóttir.

25 ára afmælistilboð VB!

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir út árið 2019. Innifalið í tilboðinu er:

  • - Viðskiptablaðið sent heim
  • - Vefaðgangur að vb.is
  • - Frjáls verslun sent heim
  • - Fiskifréttir sent heim