Á næstu vikum munu eigendur skuldabréfa í Wow air greiða atkvæði um að fella niður meðfylgjandi kauprétt að hlutabréfum í félaginu að því er Fréttablaðið greinir frá. Býður Icelandair skuldabréfaeigendunum þess í stað að á lokagjalddaga bréfanna haustið 2021 fái þeir 20% þóknun, sem viðbót við 9% vexti á ári fyrir bréfin.

Eins og Viðskiptablaðið hefur fjallað ítarlega um ætlaði Wow air að safna frá 60 til 120 milljónum evra í skuldabréfaútboðinu, en fékk 50 milljónir, auk þess sem 10 milljónir evra til viðbótar átti að selja fjárfestum.

Heildarandvirði þessara 60 milljarða evra nemur um 8,5 milljörðum króna. Íslenskir fjárfestar voru með 37% af þeirri upphæð, eða sem nemur 22 milljónum evra, þar á meðal tveir sjóðir í stýringu GAMMA Capital Management, sem fjárfestu fyrir 2 milljónir evra.