*

þriðjudagur, 22. janúar 2019
Innlent 28. maí 2012 08:11

Fá 270 þúsund fyrir setu í peningastefnunefnd

Hagfræðiprófessorarnir Katrín Ólafsdóttir og Gylfi Zoëga eru með 270 þúsund í mánaðarlaun fyrir setu í peningastefnunefnd.

Ritstjórn
Aðsend mynd

Hagfræðiprófessorarnir Katrín Ólafsdóttir og Gylfi Zoëga eru með 270 þúsund krónur í mánaðarlaun fyrir setu í peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands. Aðrir nefndarmenn, sem eru seðlabankastjóri, aðstoðarseðlabankastjóri og aðalhagfræðingur bankans, fá ekki greitt sérstaklega fyrir setuna, samkvæmt svari Seðlabankans við fyrirspurn Viðskiptablaðsins.

Lára V. Júlíusdóttir, formaður bankaráðs, fær greiddar 234 þúsund krónur á mánuði og Ragnar Arnalds varaformaður fær greiddar 175.500 krónur. Aðrir bankaráðsmenn fá 117 þúsund krónur á mánuði. Sjö sitja í bankaráði með formanni og varaformanni og jafn margir eru varamenn.