Verðbréfafyrirtækið Íslenskir fjárfestar hf. hefur nú hlotið viðbótarstarfsheimild frá Fjármálaeftirlitinu.

Fyrirtækinu var fyrst veitt starfsleyfi til verðbréfamiðlunar árið 1994, en það var ekki fyrr en nú nýlega þann 1. apríl sem fyrirtækinu var gefin heimild til þess að framkvæma fyrirmæli fyrir hönd viðskiptavina.

Fyrirtækið starfar að miðlun fjárfestinga utan- jafnt sem innanlands, meðal annars í Kauphöll Nasdaq Iceland. Auk þess veitir það viðskiptavinum sínum hlutlausa ráðgjöf. Um tíu fjárfestar eiga hlut í Íslenskum fjárfestum hf.