*

miðvikudagur, 24. apríl 2019
Innlent 18. nóvember 2016 14:50

FA: „Bandalag um óbreytt ástand“

Félag atvinnurekenda kallar nýskipaðan starfshóp sem á að endurskoða búvörusamningana „bandalag um óbreytt ástand.“

Ritstjórn
Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda.
Haraldur Guðjónsson

Félag atvinnurekenda kallar nýskipaðan starfshóp sem á að endurskoða búvörusamningana „bandalag um óbreytt ástand,“ í frétt sinni um málið.

Gunnar Bragi Sveinsson landbúnaðarráðherra skipaði formann hópsins og eiga Bændasamtökin og ríkið, átta fulltrúa í tólf manna starfshópi. Hópinn má sjá hér.

Haft er eftir Ólafi Stephensen, framkvæmdastjóra FA, í fréttinni, að gengið hafi verið bak loforðum sem stjórnarmeirihlutinn gaf þegar hann vildi láta í það skína að hann sæktist eftir þjóðarsamtali og þjóðarsátt um stefnuna í landbúnaðarmálum.

„Í stað þess að kalla eftir öllum sjónarmiðum er gagnrýnendum landbúnaðarkerfisins, sem hvað eindregnast hafa talað fyrir auknu frelsi og samkeppni í greininni, haldið utan við þjóðarsamtalið. Tök viðsemjendanna í búvörusamningunum, ríkisins og bænda, á umræðunni eru hert. Þarna er greinilega verið að búa til bandalag um óbreytt ástand,“ er haft eftir Ólafi.

25 ára afmælistilboð VB!

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir út árið 2019. Innifalið í tilboðinu er:

  • - Viðskiptablaðið sent heim
  • - Vefaðgangur að vb.is
  • - Frjáls verslun sent heim
  • - Fiskifréttir sent heim