*

sunnudagur, 22. júlí 2018
Innlent 12. apríl 2016 15:37

FA vill samstöðu á Alþingi

Stjórn Félags atvinnurekenda hvetur stjórnmálaflokka á Alþingi til að ná samstöðu um mikilvæg mál í þágu atvinnulífsins.

Ritstjórn
Haraldur Guðjónsson

Stjórn Félags atvinnurekenda samþykkti í dag ályktun, þar sem stjórnmálaflokkarnir á Alþingi eru hvattir til að ná samstöðu um mikilvæg mál í þágu atvinnulífsins. Stjórnin hvetur ennfremur alla flokka til að skuldbinda sig til að stefna að því að í fjárlögum ársins 2017 verði hvergi slakað á aðhaldi í ríkisfjármálum.

Félagið leggur sérstaka áherslu á boðuð frumvörp sem samþykkja þarf til að greiða fyrir aflandskrónuútboði og losun gjaldeyrishaftanna, jafnframt lækkun tryggingagjalds á fyrirtæki og ný lög um opinber innkaup og ársreikninga. 

Í ályktuninni kemur jafnframt fram að FA leggi áherslu á að þingið setji í forgang að afgreiða þau mál sem snúa að innleiðingu EES-reglna. Nauðsynlegt sé að rétta af innleiðingarhallann svokallaða. Segi þar að Ísland standi sig enn alltof illa í innleiðingu EES-reglna og afleiðingarnar séu dómsmál fyrir EFTA-dómstólnum sem hefði mátt afstýra. Einsleitt regluverk á öllu Evrópska efnahagssvæðinu sé mikið hagsmunamál fyrir íslensk fyrirtæki.

Stikkorð: Félag atvinnurekenda