*

sunnudagur, 26. maí 2019
Erlent 20. nóvember 2018 19:19

FAANG lækkað um trilljón dollara

Hlutabréf fimm bandarískra tæknirisa hafa lækkað um yfir 123.000 milljarða króna frá því þau stóðu sem hæst í ár.

Ritstjórn
Hlutabréfamarkaðir hafa verið ansi rauðir upp á síðkastið.
epa

Hlutabréf í tæknifyrirtækjum hafa lækkað mikið í Bandaríkjunum nýverið. Financial Times segir ástæðuna áhyggjur fjárfesta af hægari hagvexti og lakari afkomu fyrirtækja.

Hinir svokölluðu FAANG tæknirisar (Facebook, Amazon, Apple, Netflix og Google) hafa samanlagt lækkað að markaðsvirði um yfir 1.000 milljarð dollara, yfir 123.000 milljarð krónur, frá því þeir stóðu sem hæst fyrr á árinu.

Nasdaq-hlutabréfavísitalan stefnir nú í sinn versta ársfjórðung frá því í kjölfar hruns Lehman Brothers fyrir áratug. Þrátt fyrir smá viðsnúning seinnipart dags stóð vísitalan í 1,3% lækkun það sem af var degi, og hafði þar með nánast öll hækkun frá áramótum þurrkast út.

Þá lækkaði FTSE heimsvísitalan um 1,4% í dag, og stendur nú í 7% lækkun frá áramótum, en aðeins þriðjungur þeirra yfir 3.000 félaga sem hún samanstendur af hafa nú hækkað það sem af er ári.

„Mjög margir í fjármálaheiminum eru að velta því fyrir sér hvað gæti farið vel, og hvað illa, á næsta ári. Það eru miklar umræður um hvað gæti farið úrskeiðis, fyrst og fremst óvissa um alþjóðaviðskipti,“ er haft eftir David Kelly, yfirmanni alþjóðamála hjá eignastýringardeild JPMorgan.

Michael Underhill, yfirmaður fjárfestinga hjá Capital Innovations, segir daginn hafa verið „algert blóðbað fyrir hlutabréf tæknifyrirtækja.“

Stikkorð: hlutabréf FAANG
25 ára afmælistilboð VB!

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir út árið 2019. Innifalið í tilboðinu er:

  • - Viðskiptablaðið sent heim
  • - Vefaðgangur að vb.is
  • - Frjáls verslun sent heim
  • - Fiskifréttir sent heim