Mark Zuckerberg, stofnandi Facebook, hefur tilkynnt að fyrirtækið hyggist opna áttunda gagnaver sitt í Óðinsvé í Danmörku. Þetta tilkynnti Zuckerberg, hvar annars staðar en á Facebook síðu sinni . DR gerir þetta einnig að umfjöllunarefni sínu.

Gagnverið verður knúið áfram af endurnýjanlegri orku og segir Zuckerberg að það komi til með að skapa þúsundir starfa í dönsku samfélagi. Zuckerberg tekur einnig fram að gagnaverið hjálpi Facebook samfélaginu að vaxa og dafna sér í lagi þegar fleiri og fleiri deila nú myndböndum á félagsmiðlinum.

Stofnandinn segir einnig í athugasemd á færslu sinni að fyrirtækið hyggist byggja fleiri gagnaver í framtíðinni og hafi Asíu í hug til þess.

Facebook gagnaverið verður staðsett á 508.000 fermetra lóð á iðnaðarsvæðinu Tiegenbyen í austurhluta Óðisnvéa. Svæðið þekur því zsem samsvarar átta knattspyrnuvöllum.