Facebook er stór hluti af lífi margra í dag. Og þar, rétt eins og í lífinu sjálfu, er oft eitthvað sem fólk hefur mismunandi skoðanir á.

Sumir pósta myndum af fjallgöngum, aðrir deila lífspeki málsháttum og enn aðrir ræða pólitík.

En auðvitað erum við ólík og það sem einum finnst fínt, finnst öðrum alveg klikk. Hvað er pirrandi? Hvað er fyndið? Hvað er merkilegt? Hvað er vandræðalegt?

Viðskiptablaðið spurði nokkrar manneskjur út í þetta allt saman.

Atli Fannar Bjarkason.
Atli Fannar Bjarkason.

„Like-takkinn er uppfinning sem á heima á tilnefningarblaði til nóbelsverðlauna og því mesta snilldin við Facebook. Aldrei áður hefur verið hægt að fá staðfestingu á skoðunum sínum á jafn auðveldan hátt. Svo ég tali ekki um að fá like á mynd eða lauma einu slíku á mynd sjálfur. Svo auðveld aðgerð sem segir svo mikið. Eða svo lítið. Opið fyrir túlkun. Getur gert dag og rústað honum aftur. Eitt like getur dimmu í dagsljós breytt,“ segir Atli Fannar Bjarkason framkvæmdastjóri Bjartrar Framtíðar.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast blaðið undir liðnum tölublöð hér að ofan.