Hópur af evangelískum Brasilíubúum hafa fengið upp í kok af óviðeigandi efni á Facebook og því stofnað sitt eigið Facebook, Facegloria sem er einungis með heilnæmu efni.

Alvöru fésbókin er mjög ósátt með þetta og hafa forsvarsmenn hennar stefnt Facegloria og beðið þá um að hætta starfsemina þar sem það nýti sér vörumerki Facebook og geti ruglað viðskiptavini.

Facegloria hefur eignast 100 þúsund notendur á einungis mánuði og sjá forsvarsmenn síðunnar vöxt í evangelísma á Brasilíu sem sóknarfæri. Facegloria hefur bannað 600 orð, kynferðislegt efni, ofbeldi og tilvísanir í samkynhneigð. Í stað þess að smella á læk, smella notendur á Amen.

Brasilíska síðan vill færa út kvíarnar og hefur nú þegar keypt lénið Faceglory.com til að ná í enskumælandi notendur. Stofnandi fyrirtækisins Atilla Barros vill hitta Mark Zuckerberg og ræða sameiningu.