*

sunnudagur, 24. september 2017
Erlent 11. september 2012 21:28

Facebook hefur hækkað um 10%

Síðustu sjö dagar hafa verið þeir bestu frá því samskiptasíðan var sett á markað.

Ritstjórn

Facebook hefur hækkað um tæp 10% síðustu sjö daga. Gengi félagsins var 19,43 við lokun markaða í kvöld.

Er því mikilli lækkunarhrinu lokið sem hefur staðið nær sleitulaust frá því félagið var sett á markað í maí.  Facebook hefur lækkað um 50% í verði frá því það var skráð á Nasdaq.

Mark Zuckerberg talar í kvöld í fyrsta sinn opinberlega frá skráningu. Hann tekur þátt í TechCrunch Disrupt, ráðstefnu nýsköpunarfyrirtækja sem stendur nú yfir í San Fransisco.

Stikkorð: Facebook Mark Zuckerberg