Facebook tapaði 157 milljónum dala á 2. ársfjórðungi, eða um 19 milljörðum króna.

Stjórnendur Facebook segja í tilkynningu að hagnaður hefði verið á félaginu ef kostnaður við skráningu á Nasdaq væri dreginn frá.

Tekjur félagsins námu  Tekjur fyrirtækisins námu 1,18 milljarði dala á tímabilinu á fjórðungnum en 895 milljónum dala á sama tímabili í fyrra. Notendum samskiptasíðunnar fjölgaði úr 901 milljón í mars í 955 milljónir.

Hlutabréf félagsins lækkuðu um 8,5% fyrir birtingu uppgjörsins. Í framvirkum viðskiptum eftir birtingu hefur gengið lækkað um 11,1%. Hlutabréfin hafa lækkað um 37,5% frá útboðsgenginu, sem var 38.