Á þessu ári er gert ráð fyrir því að bandarísk fyrirtæki muni eyða um 27,05 milljörðum bandaríkjadollurum í auglýsingar á netinu samkvæmt nýrri greiningu eMarketer . Á árinu 2017 er gert ráð fyrir því að um 37,36 milljörðum bandaríkjadollara verði varið í netauglýsingar í Bandaríkjunum.

Samfélagsmiðlar eiga stóran bita af þeirri köku en gert er ráð fyrir að Facebook og Twitter hafi um 30,2% af markaðnum á þessu ári eftir tekjum og að hlutdeild þeirra vaxi í 33,7% árið 2017.

Á þessu ári mun Facebook hafa 6,82 milljarða dollara í tekjur af bandarískum netauglýsingamarkaði en það jafngildir rétt rúmum fjórðungi af heildartekjum markaðarins. Google hefur um 13% af tekjunum á meðan Twitter hefur um 5% en síðarnefnda fyrirtækið mun auka tekjur sínar um 1,34 milljarða á árinu samkvæmt spá eMarketer. Saman hafa fyrirtækin þrjú um 43,2% af heildartekjum markaðarins á þessu ári.