Tæknirisinn facebook er nú orðinn verðmætari en Berkshire Hathaway, ef miðað er við markaðsvirði félaganna. Facebook er nú metið á allt að 362 milljarða Bandaríkjadala, en B bréf Berkshire Hathaway eru í heildina metin á 355,7 milljarða dala.

Facebook var stofnað fyrir 12 árum og fór á markað árið 2012. Fimmtudaginn 28 júlí fór gengi bréfanna upp í tæpa 128 dollara á hlut. Facebook er nú fimmta verðmætasta fyrirtæki í Bandaríkjunum.