Facebook gerir aðgengilegan hnapp fyrir notendur sína til að láta á auðveldan hátt vita af mögulegum sjálfsskaðlegum aðgerðum vina sinna.

Flagg lætur stjórnstöð vita

Þannig geta vinir flaggað póstum sem sýna merki um að viðkomandi hyggist valda sjálfum sér skaða eða jafnvel framið sjálfsmorð. Fá þá vinirnir nokkra valmöguleika, þar með talið neyðarnúmer í hjálparsíma sem þeir geta deilt með vini sínum, eða senda vinsamleg skilaboð en Facebook kemur með tillögur að orðalagi þar.

Jafnframt sé stjórnstöð Facebook látin vita sem gæti þá haft samband við viðkomandi með upplýsingar sem gætu verið þeim hjálplegar. En ef einhver er í bráðri neyð, hvetur Facebook við að lögreglan sé látin vita. Segir öryggisfulltrúi Facebook, Antigone Davis að tæknin sé þróuð í samstarfi við geðhjúkrunarstofnanir og með framlögum frá fólki sem hefur reynslu af sjálfskaða.