Kjarasamningar höfðu mikil áhrif á rekstur fyrirtækja á Íslandi. Þetta kemur fram í könnun Samtaka atvinnulífsins meðal aðildarfélaga sinna. Þar kemur fram að síðustu kjarasamningar höfðu mikil áhrif á rekstur rúmlega 80% fyrirtækjanna, sama hvort þau störfuðu á útflutningsmarkaði eða heimamarkaði.

Af fyrirtækjunum þá gripu 43% til almennrar hagræðingar í rekstri og 18% þeirra sögðu fólki upp vegna kjarasamninganna. Algengast var þó að fækkunin næmi 1-4 starfsmönnum, eða í tilfelli 77% fyrirtækja. Hins vegar þá fækkuðu 11% fyrirtækja SA 5-9 starfsmönnum, 6% 10-19 starfsmönnum og 6% fyrirtækja 20-40 starfsmönnum.

86% útflutningsfyrirtækja sögðu kjarasamningana hafa haft mikil áhrif á rekstur og 80% fyrirtækja í takmarkaðri samkeppni við innflutning fundu fyrir áhrifum.

Hægt er að nálgast könnunina hér .