*

mánudagur, 23. október 2017
Innlent 6. júlí 2012 14:25

Færa tugi milljarða eigna og skulda Samherja í annað félag

Um er að ræða allan sjávarútvegsrekstur Samherja hf. á Íslandi sem rekinn hefur verið undir nafni félagsins.

Guðni Rúnar Gíslason
Birgir Ísl. Gunnarsson

Samkvæmt skiptingaráætlun Samherja hf. þá verða færðar eignir fyrir 186,7 milljónir evra og skuldir fyrir 183,6 milljónir evra frá Samherja hf. til Samherja Íslands ehf. við skiptingu fyrirtækisins. Um er að ræða eignir sem jafngilda 29,6 milljörðum króna og skuldir sem jafngilda um 29,1 milljarði íslenskra króna.

Um er að ræða allan sjávarútvegsrekstur Samherja hf. á Íslandi sem rekinn hefur verið undir nafni félagsins ásamt öllum eignum og skuldum honum tilheyrandi ásamt skuld við Samherja Ísland ehf., eins og segir í skiptingaráætlun Samherja.

Eins og Viðskiptablaðið greindi frá fyrr í dag þá ætlar Samherji að aðskilja rekstur íslenska hluta fyrirtækisins og færa hann yfir í félagið Samherja Ísland ehf. Skiptingin er gerð með fyrirvara um samþykki hluthafafundar sem haldinn verður í ágúst.