Fjármálaeftirlitið hefur gefið græna ljósið á yfirtökutilboð færeysku heimastjórnarinnar í 1/3 hluta hlutabréfa í færeyska flugfélagið Atlantic Airways. Tilboðið var kynnt 10. febrúar síðastliðinn en ekki gert opinbert fyrr en í dag. Hlutabréf flugfélagsins eru skráð tvíhliða í Kauphöll Ísland og í kauphöllina í Kaupmannahöfn. Með kaupum færeysku heimastjórnarinnar er stefnt að því að taka féalgið af markaði enda allt hlutaféð þá komið í hendur Færeyinga.

Tilboðið hljóðar upp á 210 danskar krónur á hlut eða sem svarar til rétt rúmra 4,4 milljarða íslenskra króna. Gengi hlutabréfa Atlantic Airways stendur nú í 144 dönskum krónum á hlut í Kauphöllinni. Miðað við það er yfirtökutilboð 45,8% yfir gengi bréfanna í dag.

Tilboðið gildir frá 13. mars næstkomandi og til 22. apríl.