Vetrarferðir Breta til Íslands hafa verið fleiri hingað til lands en sumarferðir síðustu ár, og því uppistaðan í ferðaþjónustunni utan háannatímans að því er Túristi bendir á. Þannig hafi 47 þúsund Bretar flogið héðan frá Íslandi síðasta febrúar meðan þeir voru tæplega 42 þúsund yfir sumarmánuðina þrjá.

Nú ber svo við að ferðamönnum frá Bretlandi hefur fækkað í októbermánuði um 8 þúsund, eða 6% frá síðasta ári, en þá fjölgaði þeim um 8% frá árinu á undan. Í október 2016 nam fjölgunin svo 32% frá sama tíma árið áður en þá hafði fjölgunin numið 27%.

Áfangastöðum í flugi frá Bretlandi hefur jafnframt fækkað, en þegar mest lét voru áætlunarferðir hingað til lands frá þrettán breskum flugvöllum, en í vetur verða þeir einungis átta.

Er það meðal annars því að Air Iceland Connect, sem áður hét Flugfélag Íslands, hefur hætt að fljúga til Aberdeen og Belfast sem og Icelandair hefur hætt flugi til Birmingham. Jafnfamt hafa bæði easyJet og Wow air hætt flugi milli Keflavíkur og Bristol og Wow hefur jafnframt gert hlé á ferðum til Edunborgar.