Íbúðalánasjóður sendi í dag frá sér mánaðaskýrslu fyrir janúar 2017. Þar kemur meðal annars fram að fjárhæð vanskila útlána til einstaklinga nam 1,5 milljörðum króna og var undirliggjandi lánvirði 15,5 milljarðar eða um 3,5% útlána sjóðsins til einstaklinga. Fjöldi heimila í vanskilum í lok janúar 2016 var 1.349 hefur þeim því fækkað um 40% á einu ári.

Íbúðalánasjóður á helmingi færri íbúðir

Íbúðarlánasjóður átti í lok janúar 642 eða helmingi færri íbúðir en í lok janúar í fyrra. „Mikil áhersla hefur verið lögð á að selja eignir og hefur sú vinna gengið gríðarlega vel í samstarfi við Félag fasteignasala. Jafnframt hefur innkoma nýrra eigna verið í lágmarki. En í janúarmánuði voru seldar 25 eignir á móti þeim 5 sem komu nýjar inn í eignasafnið. Áhersla verður áfram lögð á að fækka íbúðum í eigu sjóðsins,“ er einnig tekið fram.