Fasteignaverð á höfuðborgarsvæðinu hækkaði um 0,4% milli mánaða í febrúar, þar af hækkaði fjölbýli um 0,6% og sérbýli lækkaði um 0,3%. Síðustu 12 mánuði hefur fjölbýli hækkað um 8,7%, sérbýli um 1,8% og er heildarhækkunin 8,5%. Aðeins virðist því hafa dregið úr stöðugum hækkunarferli húsnæðis sem heldur þó áfram. Þetta kemur fram í Hagsjá Landsbankans sem birtist nú í morgun.

Alls var 6.900 kaupsamningum þinglýst á höfuðborgarsvæðinu á síðasta ári, en er 17,5% aukning frá ári áður. Meðalfjöldi viðskipta síðustu 13 árin var tæplega 6.000 á ári, en það þýðir að meðaltali voru viðskiptin 16% meiri á síðasta ári en að jafnaði síðustu 13 ár. Ef litið er á þróunina frá ágústmánuði 2015, á tímabilinu frá september til janúar, sést að fjöldi viðskipta hefur stöðugt fækkað.

Landsbankinn segir að meginástæðan fyrir hækkun fasteignaverðs komi jafnan fram í hefðbundnum áhrifaþáttum eins og þróun kaupmáttar, tekna, vaxtastigs af húsnæðislánum og atvinnustigs. Allir þessir þættir stefna nú í þá átt að ýta undir hækkun fasteignaverðs, t.d. hefur kaupmáttur launa aukist verulega á síðustu misserum. Það blasi einnig við að eitthvað vanti upp á framboð íbúða anni eftirspurn og að greinilega sé þörf á nýjum íbúðum inn á markaðinn til að anna aukinni eftirspurn.