*

mánudagur, 21. janúar 2019
Innlent 17. apríl 2016 10:29

Fáfnir stofnar dótturfélag

Stjórnarformaður hins nýstofnaða félags er Bjarni Ármannsson, sem einnig er stjórnarformaður Fáfnis.

Ritstjórn
Birgir Ísl. Gunnarsson

Fáfnir Offshore hefur stofnað félagið Polar Maritime ehf. Stjórnarformaður hins nýstofnaða félags er Bjarni Ármannsson, sem einnig er stjórnarformaður Fáfnis.

Greint var frá því í fjölmiðlum á dögunum að skipið Fáfnir Víking, sem nú er í smíðum, yrði fært í annað félag og þannig aðskilið hinu skipi Fáfnis, Polarsyssel. Ekki er ljóst hvort það er tilgangur Polar Maritime, en að því er fram kemur í Lögbirtingablaðinu er tilgangur félagsins meðal annars þjónusta við olíu- og orkuiðnað og skiparekstur.