Á annað hundrað manns fagnaði útgáfu bókarinnar Tækifærin í Listasafni Reykjavíkur í Hafnarhúsinu í gær. Bókin er eftir mæðgurnar Hjördísi Hugrúnu Sigurðardóttur og móður hennar, Ólöfu Rún Skúladóttur, fyrrverandi fréttakonu á RÚV. Í bókinni eru fjallað um konur í ýmsum störfum, allt fram frumkvöðlum og forstjórum, vísindamenn, sérfræðinga og ævintýrakonur almennt. Konurnar starfa víða um heim, allt frá Reykjavík og á Reyðarfirði, í San Francisco, Seattle, London og Lúxemborg. Og eru þá fáeinir staðir nefndir.

Það sem sameinar konurnar er að þær hafa lokið námi á sviði tækni og raunvísinda. Ýmsar athyglisverðar frásagnir og góð ráð eru sögð fléttast saman við sögur af náms- og starfsferli kvennanna fimmtíu.

© Eva Björk Ægisdóttir (Eva Björk )

© Eva Björk Ægisdóttir (Eva Björk )

© Eva Björk Ægisdóttir (Eva Björk )

© Eva Björk Ægisdóttir (Eva Björk )