Talningu er lokið í fyrstu umferð forsetakjörs Alþjóðaknattspyrnusambandsins, FIFA.

Gi­anni In­fant­ino frá Sviss fékk flest atkvæði, eða 88 talsins. Sheikh Salman al-Khalifa var í öðru sæti en hann fékk einungis þremur atkvæðum færra en Infantino, eða 85. Aðrir frambjóðendur voru Prins Ali bin al-Hussein með 27 atkvæði og Jerome Champagne sem fékk sjö atkvæði.

Til að sigra í fyrstu umferð kosninga þar frambjóðandi að fá 2/3 atkvæða. Til að sigra í umferðum eftir fyrstu þarf að fá yfir helming atkvæða, en við hverja umferð er sá frambjóðandi sem fékk fæst atkvæði fjarlægður af kjörseðlinum.

Núverandi, og fráfarandi, forseti FIFA, Sepp Blatter, hefur verið bannaður frá því að koma nálægt knattspyrnu í sex ár af siðanefnd FIFA og er því ekki í framboði.