Guðmundur B. Þórhallsson framkvæmdastjóri Lífeyrissjóðs verzlunarmanna staðfestir við mbl.is að sjóðurinn hafi sent inn gjaldþrotabeiðni á hendur versluninni Kosti vegna vangoldinna iðgjalda í sjóðinn. Eins og Viðskiptablaðið sagði frá lokaði verslunin í byrjun desember síðastliðinn.

Guðmundur sagðist þó ekki vera með upplýsingar um upphæðirnar sem um ræðir á reiðum höndum. Jafnframt sendi VR inn beiðni um kyrrsetningu eigna Kosts í síðustu viku vegna launa 11 starfsmanna sem telja sig eiga inni laun hjá fyrirtækinu .

Höfðu þeir farið fram á að fá greiddan þriggja mánaða uppsagnarfrest en Jón Gerald Sullenberg eigandi Kosts hefur lýst því yfir að í kjölfar lokunar verslunarinnar myndu engar frekari launagreiðslur berast.