Norski olíusjóðurinn hefur ákveðið skera upp herör gegn spillingu í eignasafni sínu. Sjóðurinn mun fara yfir fjárfestingar sínar og losa um stöður fyrirtækjum þar sem spilling þrífst.

Bloomberg hefur eftir forstjóri sjóðsins, Yngve Slyngstad, að stjórnendahættir og sjálbærni gætu haft áhrif á fjárfestingarákvarðanir sjóðsins. Markmið sjóðsins sé að lágmarka áhættu sína.

Í norska olíusjóðnum er andvirði 1.000 milljarða dala en hann á 1,4% af öllum skráðum fyrirtækjum.