Nig­el Fara­ge, fyrr­ver­andi leiðtogi breska sjálfstæðisflokksins (UK Independence Party, UKIP), hef­ur gengið til liðs við bandarísku sjón­varpstöðina Fox News. Farage, sem barðist hvað harðast fyrir útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu, mun gegna stöðu stjórnmálaskýranda og sérfræðings og fréttaskýranda á sviði stjórnmála.

Fox tilkynnti um ráðningu Farage í gær þegar Donald Trump sór embættiseið sem 45. forseti Bandaríkjanna.

Fox er í eigu ástralsk-ameríska fjölmiðlajöfursins Rupert Murdoch. Samkvæmt frétt The Guiardian hefur Murdoch reynt að styrkja tengslin við Trump eftir að sá síðarnefndi bar sigur úr býtum í forsetakosningunum í nóvember. Gabriel Sherman, blaðamaður New York Magazine, segir Murdoch ræða við Trump að minnsta kosti þrisvar í viku.

Farage og Trump hafa mært hvorn annan opinberlega og hefur Trump t.a.m. sagt að Farage gæti orðið frábær sendiherra Bretlands í Bandaríkjunum, á meðan Farage sagði síðastliðinn fimmtudag að Trump væri „Brexit plús plús plús.“