*

þriðjudagur, 23. apríl 2019
Innlent 17. ágúst 2016 12:19

Farice tapar 3,3 milljónum evra

Farice lækkaði verð til innlendra fjarskiptafélaga og minnkuðu tekjur félagsins um 10% en tapið hélst það sama.

Ritstjórn

Farice tapar 3,3 milljónum evra á fyrstu sex mánuðum ársins, sem er nánast það sama og félagið tapaði á fyrri hluta síðasta árs, 3,4 milljónir evra. Lækkuðu tekjur félagsins um 10% á milli ára, var það að mestu vegna verðlækkana til innlenndra fjarskiptafélaga.

Tap af rekstri félagsins nam 234 þúsund evrum, en á sama tíma í fyrra nam hagnaður af rekstri 616 þúsund evrum. Heildareignir félagsins minnkuðu jafnframt úr 90,3 milljónum niður í 86,5 milljónir.

Eigið fé félagsins nemur 33,7 milljónum sem er lækkun úr 37 milljónum evra, en skuldir félagsins lækkuðu einnig og fóru úr 10,8 milljónum evra í 6,4 milljónir evra.

Félagið gerir upp í evrum og var EBITDA félagsins 3,3 milljónir evra og afskriftir námu 3,6 milljónum evra. Eiginfjárhlutfall þess er 39%.

Stikkorð: Farice Sæstrengur tap fjarskiptafélög
25 ára afmælistilboð VB!

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir út árið 2019. Innifalið í tilboðinu er:

  • - Viðskiptablaðið sent heim
  • - Vefaðgangur að vb.is
  • - Frjáls verslun sent heim
  • - Fiskifréttir sent heim