Farþegum Icelandair fækkaði um 5% í febrúar miðað við sama mánuð á síðasta ár en fjöldi þeirra nam 191 þúsund í mánuðinum. Í tilkynningu frá félaginu segir að fækkunin skýrist að mestu leyti af fækkun farþega til Íslands. Þar hafi eftirspurn ekki verið að aukast í takt við heildarframboðsaukningu á markaðnum. Sætanýting Icelandair var 74,3% samanborið við 75,9% í febrúar í fyrra.

Þá fækkaði farþegum Air Iceland Connect einnig um 3% á milli ára en þeir voru tæp 22 þúsund í febrúar. Í tilkynningunni segir að mikið hafi verið um veðurraskanir í innanlandsflugi og fjöldi fluga felldur niður.

Fraktflutningur jukust um 24% milli ára hjá félaginu en það skýrist af auknum innflutningi en einnig hefur verkfall sjómanna á Íslandi á síðasta ári áhrif á samanburðinn.

Í hóteldeild samstæðunnar fækkaði seldum gistinóttum um 5% á milli ára en það er vegna lokana á herbergjum á Icelandair Hotel Natura vegna viðhalds en fjöldi seldra gistinótta jókst á öllum öðrum hótelum félagsins.