Wow air flutti 318 þúsund farþega til og frá landinu í júlí eða um 49% fleiri farþega en í júlí árið 2016. Þá var sætanýting Wow air 90% í júlí í ár en aukning á framboðnum sætakílómetrum var 51%. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá félaginu.

Það sem af er ári þá hefur Wow air flutt yfir 1.5 milljón farþega en það er 103% aukning á sama tímabili frá árinu áður. Flugfélagið flýgur til 32 áfangastaða í Evrópu og Norður-Ameríku og hefur yfir að ráða einn yngsta flugflotann í Evrópu - en meðalaldur flotans hjá Wow air er 2,05 ár.