Evrópsk flugfélög og stjórnvöld eru byrjuð að undirbúa sig fyrir þann möguleika að stjórnvöld í Bandaríkjum muni mögulega banna fartölvur og önnur stór tæki frá áhafnarrýmum flugvéla sem væru á leið frá ríkjum álfunnar til Bandaríkjanna.

Í mars settu flugmálayfirvöld í Bandaríkjunum slíkt bann á flugfélög sem flugu frá 10 flugvöllum í miðausturlöndum og í Afríku til landsins. Er farþegum á þessum flugleiðum nú bannað að hafa neitt stærra en snjallsíma í handfarangri.

Samkvæmt heimildum CNN eru auknar líkur á að bannið verði brátt víkkað út, og hefur John Kelly, ráðherra Heimavarna hitt þingmenn til að ræða flugöryggismál. Þó segja heimildarmennirnir að ekki sé búið að taka neina ákvörðun.

,,Við erum að búast við því að eitthvað gerist, við erum bara ekki alveg viss hvað eða hvenær," er haft eftir ónafngreindum forstjóra stórs flugfélags. Um 40% allra sem ferðast til Bandaríkjanna fljúga frá löndum Evrópu, og eru fleiri en 350 flug yfir Atlantsála á dag.