Úrvalsvísitala kauphallar Nasdaq Iceland hækkaði um 0,47% í viðskiptum dagsins og endaði hún í 1.728,83 stigum. Heildarviðskiptin á hlutabréfamarkaði námu rétt um 1,3 milljörðum króna.

Aðalvísitala skuldabréfa hækkaði einnig, eða um rétt um 0,04% í tæpum 3,5 milljarða viðskiptum og stendur Aðalvísitala skuldabréfa nú í 1.229,08 stigum.

Icelandair og Marel hækkuðu mest

Mest hækkuðu bréf í Icelandair Group og Marel, en gengi bréfa fyrirtækjanna hækkuðu um 1,62% hvort um sig.

Viðskiptin með bréf Icelandair námu 463 milljónum króna og fæst nú hvert bréf félagsins á 25,10 krónur. Viðskiptin með bréfin í Marel námu 206 milljónum króna og fæst hvert bréf í félaginu nú á 251,50 krónur.

HB Grandi og fasteignafélögin lækkuðu mest

Mest lækkuðu bréfin í HB Granda, eða um 1,20% í viðskiptum sem námu einungis 32 milljónum. Fæst nú hvert bréf félagsins á 24,60 krónur.

Einnig lækkuðu bréf fasteignafélaganna Regins, Reita og Eikar, eða um 1,11%, 0,99% og 0,98% hvert fyrir sig.

Viðskiptin með bréf Regins námu 83 milljónum króna og fæst nú hvert bréf félagsins á 24,48 krónur. Viðskiptin með bréf Reita námu 205 milljónum króna og fæst nú hvert bréf félagsins á 90,20 milljónir og loks voru viðskiptin með bréf Eikar 155 milljónir og fæst nú hvert bréf félagsins á 10,12 krónur.