Grænn dagur var í Kauphöllinni í dag en alls hækkuðu 16 félög. Aðeins eitt félag lækkaði og var það Marel sem lækkaði um 0,17% í 155 milljóna króna viðskiptum.

Fasteignafélögin hækkuðu mest en Reginn hækkaði um 3,1% í 460 milljóna króna viðskiptum, EIK um 2,9% í 378 milljóna króna viðskiptum og Reitir um 1,95% í 861 milljóna króna viðskiptum.

Heildarvelta á hlutabréfamarkaði nam 5,4 milljörðum króna og hlutabréfavísitala Aðalmarkaðarins hækkaði um 0,77%.