Úrvalsvísitala Kauphallar Nasdaq Iceland lækkaði um 1,64% og stendur nú í 1.644,20 stigum. Vísitalan hefur lækkað um 3,88% frá áramótum. Velta á hlutabréfamarkaði nam 2,5 milljörðum og 3,4 milljörðum á skuldabréfamarkaði.

Gengi hlutabréfa allra félaga á markaði lækkuðu eða héldust í stað, að einu félagi undanskildu: HB Granda. Öll fasteignafélögin lækkuðu talsvert í viðskiptum dagsins. Mest af þeim lækkaði Eik fasteignafélag sem lækkaði um 2,67% í 214,7 milljón króna viðskiptum. Einnig lækkuðu Reitir um 2,62% í 328,8 milljón króna viðskiptum, og lækkaði Reginn um 2,08% í 363,5 milljón króna viðskiptum.

Gengi hlutabréfa Haga lækkaði sömuleiðis um 2,34% í 90,5 milljón króna viðskiptum. Gengi hlutabréfa Nýherja lækkaði mest í dag eða um 3,1% í 20,3 milljón króna viðskiptum.