*

miðvikudagur, 24. apríl 2019
Innlent 22. maí 2018 10:35

Fasteignaverð stendur í stað

Fasteignaverð á höfuðborgarsvæðinu hefur verið óbreytt milli mars og apríl.

Ritstjórn
Nýjar íbúðir hækkuðu um 6,2% milli þessara tímabila.
Haraldur Guðjónsson

Fasteignaverð á höfuðborgarsvæðinu hefur verið óbreytt milli mars og apríl samkvæmt tölum þjóðskrár um fasteignaverð á höfuðborgarsvæðinu. Verð á fjölbýli lækkaði óverulega en verð á sérbýli hækkaði um 0,2%. Þetta kemur fram í Hagsjá Landsbankans. 

Verð á fjölbýli hefur hækkað um 4,6% á síðustu 12 mánuðum og verð á sérbýli um 7,1%. Heildarhækkun húsnæðisverðs nemur 5,4% og hefur árshækkunin ekki verið minni síðan um mitt ár 2011. Fasteignaverð á höfuðborgarsvæðinu hafði nú í apríl hækkað um 0,9% á síðustu sex mánuðum, en hækkaði um 4,5% næstu sex mánuði þar á undan.

Nýjar íbúðir hækkuðu um 6,2% milli þessara tímabila og eldri íbúðir um 5,5% þannig að það er ekki verulegur munur á verðþróun nýrra og eldri íbúða.

25 ára afmælistilboð VB!

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir út árið 2019. Innifalið í tilboðinu er:

  • - Viðskiptablaðið sent heim
  • - Vefaðgangur að vb.is
  • - Frjáls verslun sent heim
  • - Fiskifréttir sent heim