Alls var þinglýst um 6.900 kaupsamningum íbúðarhúsnæðis á höfuðborgarsvæðinu árið 2015, það er aukning um 17,5% frá árinu áður. Þar af voru viðskipti með fjölbýli 5,526, og jukust um 17%, og viðskipti með sérbýli 1.367 og jukust um 19,6%. Þetta kemur fram í Hagsjá hagfræðideildar Landsbankans.

Meðalfjöldi viðskipta síðustu 13 ár hefur verið 6.000 á ári, og eru viðskipti síðasta árs því 16% meiri en að jafnaði á þeim tíma. Aukningin frá 2009 hefur verið stöðug en aukningin í fyrra þó meiri en síðustu 3 ár á undan.

Viðskiptum hefur fjöldað í öllum sveitarfélögum á höfuðborgarsvæðinu. Mest hefur þó fjölgað í Reykjavík, enda eru stærstan hluta húsnæðis að finna þar. Árið 2009 voru 1.000 eignir seldar í Reykjavík en árið 2015 væru þær nálægt 4.000. Af sveitarfélögunum á höfuðborgarsvæðinu utan Reykjavíkur þá skera Hafnarfjörður og Kópavogur sig nokkuð út úr, en vöxturinn þar hefur verið töluvert meiri.