*

fimmtudagur, 25. apríl 2019
Innlent 12. október 2017 08:23

„Fatlaður og getur ekki aflað tekna“

Steingrímur J. Sigfússon oddviti VG í NA-kjördæmi talar niðrandi um Sjálfstæðisflokkinn því hann skattleggi ekki nóg.

Ritstjórn

Steingrímur J. Sigfússon oddviti Vinstri grænna í Norðvesturkjördæmi og fjármálaráðherra í síðustu vinstristjórn segir Sjálfstæðisflokkinn ekki geta afla tekna fyrir ríkið og sé því „eins og kunnugt er fatlaður.“

 

Þessi orð lét Steingrímur falla á framboðsfundi í Menntaskólanum á Akureyri í gær en Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, ritari og þingmaður Sjálfstæðisflokksins sagðist frábyðja sér að þeim sem einhverjum líki ekki við sé líkt við fatlaða einstaklinga.

„Talandi um ódýra pólítík,“ segir Áslaug sem eins og fjölmargir Íslendingar á fólk sér nákomið sem glímir við fötlun. „Við tölum ekki um að flokkar séu fatlaðir.“

Orð Steingríms komu í framhaldi langrar ræðu um að flokkur hans, Vinstrihreyfingin - grænt framboð, sem Katrín Jakobsdóttir er formaður fyrir, vilji mynda vinstristjórn „Sem nær saman um sterka uppbyggingaráætlun fyrir landið og velferðarkerfið,“ sagði Steingrímur.

„Ég sé ekki að það verði auðveldra að koma því saman með Sjálfstæðisflokknum sem er eins og kunnugt er fatlaður og getur ekki aflað tekna.“

Eins og Viðskiptablaðið fjallaði um í gær hljóðuðu skattatillögur Vinstri grænna upp á 334 milljarða viðsbótarskatt, eða um eina milljón á hvert mannsbarn, þegar umræður voru um ríkisfjármálaáætlun síðastliðið vor. Steingrímur J. baðst síðar afsökunar á umælunum um fötlun.

25 ára afmælistilboð VB!

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir út árið 2019. Innifalið í tilboðinu er:

  • - Viðskiptablaðið sent heim
  • - Vefaðgangur að vb.is
  • - Frjáls verslun sent heim
  • - Fiskifréttir sent heim