*

fimmtudagur, 18. apríl 2019
Erlent 28. október 2016 17:51

FBI hefur rannsókn á Clinton á ný

Bandaríska alríkislögreglan hefur á ný rannsókn á Hillary Clinton vegna tölvupóstamálsins.

Ritstjórn
Hillary Clinton, forsetaframbjóðandi Demókrata.
european pressphoto agency

Bandaríska alríkislögreglan (FBI), hefur tekið mál Hillary Clinton, forsetaframbjóðenda Demókrata aftur upp. Rannsókn alríkislögreglunnar beinist sem fyrr að tölvupóstum Clinton. Frá þessu er greint í frétt breska ríkisútvarpsins (BBC).

James Comey, yfirmaður bandarísku alríkislögreglunnar, staðfesti þetta rétt í þessu. Fyrr á þessu ári leiddi rannsókn FBI til þess að Clinton yrði ekki sakfelld fyrir að senda leynilega pósta frá einkapósthólfi sínu, en Comey sagði athæfið bera vott um alvarlegt kæruleysi af hálfu Clinton. 

Það að rannsóknin sé hafin aftur hlýtur að teljast til mikilla tíðinda ellefu daga fyrir bandarísku forsetakosningarnar. Hillary Clinton leiðir skoðanakannanir að svo stöddu. 

25 ára afmælistilboð VB!

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir út árið 2019. Innifalið í tilboðinu er:

  • - Viðskiptablaðið sent heim
  • - Vefaðgangur að vb.is
  • - Frjáls verslun sent heim
  • - Fiskifréttir sent heim