*

sunnudagur, 19. maí 2019
Innlent 7. júní 2018 18:50

Fékk 75 milljónir frá Lindarhvoli

Lögmannsstofa Steinars Þórs Guðgeirssonar, fékk 75 milljónir fyrir umsjón með starfsemi Lindarhvols árin 2016-2017.

Ingvar Haraldsson
Steinar Þór Guðgeirsson.
Birgir Ísl. Gunnarsson

Íslög, lögmannsstofa Steinars Þórs Guðgeirssonar, fékk 75 milljónir greiddar fyrir umsjón með starfsemi Lindarhvols frá apríl 2016 til ársloka 2017. Greiðslurnar námu 39 milljónum króna árið 2016 og 36 milljónum króna á síðasta ári. Að meðtöldum virðisaukaskatti námu greiðslurnar samtals yfir 90 milljónum króna.

Félagið Lindarhvoll var stofnað 28. apríl 2016 til að hafa umsjón með eignum sem féllu ríkinu í skaut vegna stöðugleikaframlaga föllnu bankanna. Stjórnarlaun Lindarhvols námu samtals 16,6 milljónum 2017 en 14,1 milljón árið 2016. Launin stjórnarformanns námu 450 þúsund krónum á mánuði og almennra stjórnarmanna námu 300 þúsund krónum á mánuði en stjórnarlaunin voru lækkuð um helming þann 2. október 2017. Þórhallur Arason, fyrrverandi skrifstofustjóri í fjármálaráðuneytinu var formaður stjórnarinnar en aðrir stjórnarmenn voru Ása Ólafsdóttir og Haukur C. Benediktsson.

Alls nam rekstrarkostnaður Lindarhvols 48,7 milljónum króna árið 2017 og 56,5 milljónum króna árið 2016.

Óseldar eignir Lindarhvols um síðustu áramót voru færðar í B-deild Lífeyrissjóðs starfsmanna ríkisins upp í ófjármagnaðar skuldbindingar ríkisins við B-deildina. Í kjölfar þess var Lindarhvol slitið.

25 ára afmælistilboð VB!

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir út árið 2019. Innifalið í tilboðinu er:

  • - Viðskiptablaðið sent heim
  • - Vefaðgangur að vb.is
  • - Frjáls verslun sent heim
  • - Fiskifréttir sent heim