Fjárfestingafélag Vilhjálms Þorsteinssonar, Miðeind ehf. tapaði 19,2 milljónum króna á síðasta ári. Árið þar á undan hagnaðist félagið hins vegar um 1,8 milljón krónur. Mestu munaði á síðasta ári um 18,4 milljóna króna tap vegna gengismunar að því er fram kemur í Fréttablaðinu.

Í lok síðasta árs námu eignar félagsins 480 milljónum króna en það er lækkun úr 498 milljónum í lok ársins 2015. Félagið er að öllu leiti í eigu Meson Holding A.S. sem skráð er í Lúxemborg. Meðal eigna félagsins er 4,1% hlutur í Virðingu sem er bókfærður á 95,8 milljónir króna og 15,98%% hlutur í fjölmiðlinum Kjarnanum, sem er bókfærður á rúmar 14 milljónir króna.

Eins og Viðskiptablaðið sagði frá fyrr í morgun er annar eiganda félagsins Ágúst Ólafur Ágústsson annar oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík fyrir komandi kosningar.