Notkun félagsmiðla er afar mismikil eftir löndum, aldri og þjóðfélagshópum. Pew-stofnunin hefur kannað hana undanfarin ár, en þó að notkunin hafi vissulega jafnast nokkuð er munurinn enn mikill.

Vestra nota 74% fullorðinna einhvern félagsmiðil, en þar ber Facebook höfuð og herðar yfir alla aðra, 71% nota hana, en næst kemur Twitter með aðeins 23%.

Aldursskiptinguna má sjá hér að ofan, en hins vegar er ekki verulegur munur á notkuninni eftir tekjuhópum, umfram það sem rekja má til aldurs notenda.

Það er líka athyglisvert að 76% kvenna í Bandaríkunum nota félagsmiðla, en aðeins 72% karla. Það er verulegur munur.