*

föstudagur, 19. apríl 2019
Innlent 8. nóvember 2018 15:40

Fella niður sekt Samherja

Hæstiréttur hefur staðfest að fella skuli niður 15 milljón króna sekt á Seðlabankans á hendur Samherja.

Ritstjórn
Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja.
Aðsend mynd

Hæstiréttur Íslands hefur staðfest dóm Héraðsdóms Reykjavíkur um að fella niður 15 milljón króna stjórnvaldsekt Samherja sem Seðlabanki Íslands lagði á félagið vegna meintra brota á gjaldeyrislögum.

Þá var Seðlabankanum gert að greiða Samherja 1,2 milljónir króna í málskostnað fyrir Hæstarétti. Seðlabankanum hafði áður verið gert að greiða fjórar milljónir í málskostnað fyrir Héraðsdómi.

Sérstakur saksóknari tók við málinu árið 2012 en felldi niður rannsókn málsins. Fyrir dómi benti Samherji á að málið hafi verið fellt niður og því væri stjórnvaldssektin endurupptaka.

Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, hefur krafið Má Guðmundsson seðlabankastjóra um afsökunarbeiðni vegna málsins.

25 ára afmælistilboð VB!

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir út árið 2019. Innifalið í tilboðinu er:

  • - Viðskiptablaðið sent heim
  • - Vefaðgangur að vb.is
  • - Frjáls verslun sent heim
  • - Fiskifréttir sent heim