*

mánudagur, 21. janúar 2019
Innlent 8. nóvember 2018 15:40

Fella niður sekt Samherja

Hæstiréttur hefur staðfest að fella skuli niður 15 milljón króna sekt á Seðlabankans á hendur Samherja.

Ritstjórn
Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja.
Aðsend mynd

Hæstiréttur Íslands hefur staðfest dóm Héraðsdóms Reykjavíkur um að fella niður 15 milljón króna stjórnvaldsekt Samherja sem Seðlabanki Íslands lagði á félagið vegna meintra brota á gjaldeyrislögum.

Þá var Seðlabankanum gert að greiða Samherja 1,2 milljónir króna í málskostnað fyrir Hæstarétti. Seðlabankanum hafði áður verið gert að greiða fjórar milljónir í málskostnað fyrir Héraðsdómi.

Sérstakur saksóknari tók við málinu árið 2012 en felldi niður rannsókn málsins. Fyrir dómi benti Samherji á að málið hafi verið fellt niður og því væri stjórnvaldssektin endurupptaka.

Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, hefur krafið Má Guðmundsson seðlabankastjóra um afsökunarbeiðni vegna málsins.