Héraðsdómur Reykjavíkur hefur fellt úr gildi 15 milljón króna stjórnvaldssekt sem Seðlabanki Íslands lagði á Samherja fyrir brot á gjaldeyrislögum. Hægt er að lesa úrskurðinn hér.

Héraðsdómur Reykjavíkur felldi úr gildi 15 milljón króna stjórnvaldssekt sem að Seðlabanki Íslands lagði á Samherja fyrir brot á gjaldeyrislögum. Seðlabankinn verður að greiða Samherja fjórar milljónir í málskostnað.

Árið 2012 tók sérstakur saksóknari við málinu en ákvað að fella niður sakamál vegna meintra brota. Seðlabankinn vildi semja við Samherja og buðu sáttatilboð upp á 8,5 milljónir sem Samherji hafnaði í kjölfarið. Eftir það hækkaði Seðlabankinn sektina upp í 15 milljónir að því er kemur fram í frétt RÚV um málið.

Samherji benti jafnframt á að Seðlabankinn hafi þegar fellt niður mál gegn honum og því væri stjórnvaldssektin endurupptaka. Héraðsdómur Reykjavíkur var því sammála og felldi sektina úr gildi.